Sunday, June 15, 2014

CIAO

Hæhæhæ! Í tilefni þess að ég mun eyða sumrinu á Ítalíu ákvað ég að búa til blogg þar sem vinir, vandamenn og aðrir áhugasamir geta fylgst með ævintýrum mínum! Ætla að vera mega dugleg að henda inn myndum, sögum og öllu sem mér dettur í hug!


 
Tvær fínar snapchat myndir frá kveðjubrönsinum mínum í gær!!


Fyrir um það bil ári fékk ég Leonardo DaVinci styrk í gegnum ferðaskrifstofuna Nínukot til þess að fara í starfsnám á Ítalíu yfir heilt sumar. Starfsnám felur í sér bæði nám og vinnu og því mun ég eyða sumrinu bæði á veitingastað syðst á Ítalíu og í skóla í bænum Lecce að læra ítölsku! Venjan er sú að fara fyrst í skóla og síðan vinnu en ég er að fara frekar seint út og því vildi vinnustaðurinn frekar að ég færi strax að vinna og færi síðan í skólann. Á morgun mun ég því hefja störf sem þjónn á veitingastað sem er staðsettur á Holiday Resortinu "Villaggio Camping Mimosa" en þar eru lang flestir gestir og starfsmenn ítalskir.

Þetta verður eflaust mjög skrautlegt þar sem ítölsku orðaforðinn minn er í heildina svona: 
Ciao, spaghetti, pizza, pasta, bellissimo! 

Síðasta myndin sem ég tók á Íslandi og mynd af ferðafélögunum mínum :P 


Var smá stressuð að ferðast ein því ég hef aldrei gert það áður en er búin með 2/3 af flugunum mínum og sem stendur gengur þetta eins og í sögu! Akkúrat núna sit ég á flugvelli í Róm og bíð eftir síðasta fluginu mínu. Þegar ég kem síðan á síðasta flugvöllinn verð ég sótt af alls ekki enskumælandi Ítölum og eftir klukkutíma bílferð með þeim kem ég á resortið og eyði minni fyrstu nótt af 101 sem ég mun upplifa á Ítalíu í sumar! 

Útsýnið úr flugvélinni þegar ég var að lenda í Róm, fínt og fallegt.

Ætla ekki að hafa þetta langt því þá nennir engin að lesa næstu blogg sem verða örugglega innihaldsmeiri því þá verð ég vonandi búin að gera eitthvað meira spennandi en að sitja í flugvél :P

Ciao!! (það þýðir sko hæ og bæ á ítölsku)

No comments:

Post a Comment