Sunday, June 22, 2014

ZANZARA

Ciao!!

Núna er vika síðan ég kom og allskonar búið að gerast! Ég er í litlu herbergi með 2 kojum en er samt ein sem stendur, það koma örugglega fleiri krakkar seinna í sumar. Umhverfið hérna er mega fallegt, hvít hús með rauðum þökum og blóm upp eftir öllum veggjum. Það er sundlaug á Camping svæðinu sem er mjög flott og síðan er einkaströnd sem lítur sklega vel út!! Það eru ka mjög flottar eðlur hérna :P ángríns samt þær eru með einhverju helluðu munstri en hlaupa fáránlega hratt þannig ég hef ekki náð mynd af þeim þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svo eru líka froskar út um allt á kvöldin, ég er búin að ná mynd af einum svoleiðis!! Haukur sagði samt að þeir væru örugglega eitraðir afþví þeir eru í rosa sterkum litum.

Einn mjög líklega eitraður froskur.

Dagarnir mínir hérna eru þannig að ég vakna þegar ég vil og fæ morgunmat klukkan 10 eða 11. Ég borða morgunmat á veitingastaðnum sem opnar samt ekki fyrr en klukkan 6 um kvöldið. Fram að því er barinn samt opinn og hægt að fá kaffi, brauð, croissant og svoleiðis, sem er einmitt það sem ég fæ alltaf í morgunmat. Í morgun fékk ég til að mynda nesquick og súkkulaði croissant (oftast fæ ég mér samt brauð og te, lofa :P)
Síðan má ég gera hvað sem er; fara á ströndina, labba um, lesa bók (er búin með 2 síðan ég kom), hjóla í næsta bæ eða bara whatevahhhh. Klukkan 2 get ég fengið mat aftur sem er oftast samloka eða pasta.
Klukkan 6 byrja ég að vinna á veitingastaðnum, ég er ein af tveimur þjónum en hinn þjónninn heitir Antonia og er frá Búlgaríu en er búin að búa hérna í 12 ár. Hún er sjúklega næs og talar fína ensku, sem er geggjað því ENGINN annar talar ensku hérna!! Hef átt svona 89793 samtöl sem eru þannig að einhver segir eitthvað við mig á ítölsku og ég horfi á þau til baka með svona svip:
Síðan segji ég scusi (sem ég lærði af perranum í Eurotrip:P) og reyni að koma því á framfæri að ég tali bara pínuponsu ítölsku. EN þetta kemur allt á endanum og ég er strax búin að læra fullt af orðum í viðbót! Síðan lokar veitingastaðurinn klukkan svona 11-12 og þá má ég fara!
Í kvöldmat fæ ég eitthvað af eigin vali af menuinum á veitingastaðnum, hingað til er ég búin að fá pizzu, pasta, fisk, steik og allskonar fínt! Var alls ekki að búast við þessu þegar mér var sagt að veitingastaðurinn myndi sjá mér fyrir mat!

Annars get ég eiginlega ekki sagt frá neinu afþví ég varð veik eiginlega bara um leið og ég kom og er þess vegna ekki búin að skoða neitt af viti! Mér tókst að fá kvef, hósta, hálsbólgu, augnsýkingu og eyrnabólgu á ferðalaginu mínu hingað og þurfti því að fara til læknis á degi 2 þar sem ég fékk sýklalyf og ekki ensku mælandi læknirinn notaði orðið disastro um eyrnabólguna mína!! Frrrrrrrrábær leið til að byrja dvöl mína hérna, en ég er rosa mikið búin að sofa bara á daginn og missti 2 daga úr vinnu útaf þessu. Líður samt muuuun betur núna og fór í vinnuna í gær og allt!
Annað skemmtilegt, ég er búin að komast að því hver er uppáhalds matur móskító flugna.. Það er ég!
Er með 27 bit eftir vikudvöl þrátt fyrir að hafa makað á mig einhverju moskító varnar kremi alla daga. Þar af er ég með þrettán bit á einum fæti :) Þaðan kemur einmitt nafnið á þessari færslu því moskító flugur heita Zanzara á ítölsku!
Hér má sjá 7 bit :) það eru 6 önnur hinum megin og á ökklanum

Þá er það ekki meira í bili!! Skype nafnið mitt er kristinhulda2112 fyrir áhugasama og svo er ég líka á viber :) Það er frítt wifi á veitingastaðnum þannig ég kemst alltaf á netið!

BLESSSSSSSSSSSSSSSSSSS

1 comment:

  1. Gaman að heyra að allt gengur vel og þvílíkt lúxuslíf sem þú lifir þarna úti :) móskítóið elskar vítamínskortsfólk þannig það gæti vel verið að þig skorti ákveðið vítamín, minnir að það sé A-vítamín en googlaðu það til öryggis
    skemmtu þér vel úti lots of love xxxxx

    ReplyDelete